Listamenn:

Anna Sigríður Sigurjónsdóttir
Arnór G. Bieltvedt
Ágúst Bjarnason
Álfheiður Ólafsdóttir
Árni Rúnar Sverrisson
Berglind Svavarsdóttir
Bergur Thorberg
Charlotta S. Sverrisdóttir
Don Martin
Elín G Jóhannsdóttir
Gunnar S Magnússon
Helga A. Ingimundardóttir
Helga - List Sálar
Helga Sigurðardóttir

Hrafnhildur Inga Sigurðardóttir
Jóhann G. Jóhannsson
Kristín Pálmadóttir
María Jónsdóttir
Matthildur Skúladóttir
Patricia Guttormsson Peacock
Senin Arenz
Sigurður Örlygsson
Svandís Egilsdóttir

 


Art Iceland Newsletter

Tölvupóstfang
Fornafn

og gerast

Engar áhyggjur -- tölvupóstfangið er algerlega tryggt.
Við heitum því að nota það eingöngu til að senda þér fréttabréfið:
Listafréttir.

 

Styrktu Barnaheill - Save the Children

Íslenski list - ljós og lifandi

Vefhönnun:
Vefsala.com










Fljótshlíðin í nærmynd

Hlynur Magnússon


Okkur finnst mörgum "hlíðin fögur" og mér fannst strax eitthvað heilla mig við myndirnar hans Hlyns.  Það er eitt að taka myndir og svo er annað að þekkja viðfangsefnið eins og fingurna á sér. Að hafa slitið barnsskónum sínum í svo fagurri sveit eru forrréttindi.

Mig langaði til að fræðast meira um ljósmyndirnar sem Hlynur tekur og ræddi við hann um ljósmyndun og hvernig hann fangar augnablikið.

Þríhyrningur með álftum

 

Segðu mér aðeins frá sjálfum þér. 

Ég er 47 ára gamall og er uppalin í Fljótshlíðinni í Rangárvallasýslu ásamt stórum systkinahóp. Hef búið erlendis í 14 ár en snéri aftur heim til Íslands 1999. Ég er mikill náttúruunnandi og stunda bæði stang og skotveiðar. Ég starfa núna sem deildarstjóri í byggingarvöruverslun.
 


Blíðviðri
 

Hvers vegna byrjaðir þú að taka ljósmyndir?

Ég er mikið út í náttúrunni og þar er myndefnið á hverju strái, oft þegar maður er einn á ferð og sér eitthvað fallegt þá langar mann að deila því með einhverjum, þá er ljósmyndin tilvalin til að miðla með sér fegurðinni sem er allt í kring um okkur.

 

Gluggafoss



Biðukolla
 

Hvernig nálgast þú viðfangsefnið til að það skili sér sem best?

Mér finnst viðfangsefnið oft nálgast mig fremur en ég nálgast það, þá allt í einu ertu í svo ótrúlega fallegri senu sem maður bara verður að festa á mynd, þessvegna fer ég nánast aldrei út án þess að vera með litla myndavél með mér. Svo eru margir sem festast í því að taka myndirnar alltaf úr sömu hæð (stendur uppréttur og tekur myndina). Myndvinkillinn getur breyst ótrúlega mikið bara með því að krjúpa niður.

 

Vatnsdalshellir



Hvernig myndavél og linsur notar þú aðallega og hvernig velur þú tækjabúnaðinn?

Ég hef lengi verið þeirrar skoðunnar að góð myndavél sé ekki aðalmálið heldur sá sem stendur á bak við vélina, ég tek talsvert mikið á GSM myndavél sem er með Carl Zeiss linsu og 5 megapixel, það er sú vél sem er alltaf með mér.
Ef ég fer út í þeim tilgangi að ljósmynda þá tek ég með mér stærri vél sem er Canon EOS400, á þeirri vél er ég oftast með EFS 18-55mm linsu, svo nota ég líka talsvert linsu sem er 75-300mm.

 

Eldgos og Grjótá



Þú hefur tekið mikið af heillandi myndum í Fljótshlíðinni, hvers vegna?

Ég er fæddur og uppalin í Fljótshlíðinni, þessvegna er hún mér afar kær, einnig finnst mér þetta alveg mögnuð sveit með eldstöðvar á þrjá vegu: Hekla í norðri, Eyjafjallajökull og Katla í austri og svo Vestmannaeyjar og Surtsey í suðri. Svo eru margir fossar og lækir sem prýða hlíðarnar. Semsagt endalaust myndefni í svo fallegri sveit...
 


Við hvaða skilyrði er erfiðast að taka myndir?

Erfiðast er að taka myndir í roki og rigningu.

 

Grýlukerti



Hvenær dagsins finnst þér best að taka myndir?

Mér hefur fundist best að taka myndir snemma á morgnana og svo seinnipart dags, birtan getur verið mjög heillandi á þessum tíma dags og skemmtilegar skuggamyndanir.



Er einhver árstíð í sérstöku uppáhaldi hjá þér og hvers vegna?

Allar árstíðir hafa sinn sjarma, þó finnst mér haustið heillandi með allri sinni litadýrð.

 

Kuldahrollur

 



Í vetrarskrúða


Eitthvað sérstakt hugðarefni í ljósmyndum og af hverju heillar það?

Það sagði við mig ljósmyndakennari eitt sinn að það mætti breyta forarpolli í listaverk bara með því að fá fallega speglamyndun í honum, það heillar mig alltaf að ná fallegum myndum þar sem mótífið stendur á haus í vatnsspegli, ótrúlega fallegt og friðsælt.

 

Stóri Dímon

 

Eyjafjallajökull, speglun


Getur þú nefnt ljósmyndara sem hafa haft áhrif á þig eða sem þú hefur lært eitthvað af?

Pálmi Guðmundsson sem er með mjög góð ljósmyndanámskeið í Mosfellsbæ finnst mér vera mjög snjall með myndavélina.

 

Við Einhyrning
 

Eitthvað sem þig langar að koma á framfæri að lokum?

Læt mynd af blaðlús sem er ca 3mm að stærð fylgja með, sem getur bent okkur á að skoða hið smáa líka. Þegar ég var að mynda dýrið sá ég ekki að hún vara að fæða lifandi afkvæmi sem er bara partur úr millimeter fyrr en ég fór að skoða myndirnar í stækkaðri útgáfu.
 

Horfum í kringum okkur, myndamótífin eru allstaðar.

 

Blaðlúsafæðing

 

Ég þakka Hlyn kærlega fyrir spjallið og vil benda á að hann er með fleiri skemmtilegar myndir hér:

http://www./photos/24924994/

 

 


Álfheiður
Art-Iceland