E-mail Address
First Name (optional)
Then

Don't worry -- your e-mail address is totally secure.
I promise to use it only to send you Art-Iceland Newsletter.

 


Hinsegin dagar

Hinsegin dagar eða Gay Pride voru haldnir hátíðlegir laugardaginn 7. ágúst 2004. Talið er að tæplega 40.000 manns hafi mætt í miðborg Reykjavíkur, til að samgleðjast samkynhneigðum og síðast en ekki síst til að sýna samhug og stuðning.  

Umræða fólks um samkynhneigða er orðin mun opnari heldur en hún hefur verið.  Það er að miklu leiti að þakka hinum árlegu Gay pride dögum.

Gay Pride eru haldnir hátíðlegir um allan heim.  Sumir ferðast á milli hátíða og erum við á Íslandi sannarlega ekkert aftarlega á merinni varðandi glæsilega samkomu.  Eins og myndirnar hér fyrir neðan bera með sér.

Þetta er í fyrsta sinn sem ég mæti á hátíðarhöldin.  Það kom mér á óvart allur þessi fjöldi af fólki.  Það er líka frábært að sjá hvað almenningur stendur með hommum og lespíum.  Þeir eru ófeimnir að koma út úr skápnum og er það af hinu góða því að ekki er sniðugt að bæla innri tilfinningar með sér alla æfina. Hinseginn dagar voru fyrst haldnir hátíðlegir hér á landi árið 2000.  Það hefur margt breyst síðan. 

Míó dragdrottning Íslands, sem er einnig þekkt undir nafninu Skjöldur Eyfjörð bar af í glæsileik.  Hún hannaði búninginn og sýninguna sem hún tók þátt í.

 

Söngleikurinn Fame, er sýndur í Vetrargarðinum í Smáralind.  Var frábært innlegg að sjá krakkana úr söngleiknum stíga á stokk.

 

Þetta var reglulega skemmtilegt og stórir og smáir skemmtu sér vel.  Jónsa úr Fame var vel tekið. 

  

Þessar dömur klæddust sínu fínasta pússi.  Það er greinilegt að allir hafa lagt mikið á sig til að gera sýninguna sem glæsilegasta.

 

Hér er ein gellan mætt í netsokkabuxum og öllu tilheyrandi.

 

Álfheiður Ólafsdóttir

 

Höfundarréttur © 2004-2005 - Art-Iceland.com - Trúnaðaryfirlýsing - Hafðu samband