Listamenn:

Anna Sigríður Sigurjónsdóttir
Arnór G. Bieltvedt
Ágúst Bjarnason
Álfheiður Ólafsdóttir
Árni Rúnar Sverrisson
Berglind Svavarsdóttir
Bergur Thorberg
Charlotta S. Sverrisdóttir
Don Martin
Elín G Jóhannsdóttir
Gunnar S Magnússon
Helga A. Ingimundardóttir
Helga - List Sálar
Helga Sigurðardóttir

Hrafnhildur Inga Sigurðardóttir
Jóhann G. Jóhannsson
Kristín Pálmadóttir
María Jónsdóttir
Matthildur Skúladóttir
Patricia Guttormsson Peacock
Senin Arenz
Sigríður Júlía Bjarnadóttir
Sigurður Örlygsson
Svandís Egilsdóttir

 


Art Iceland Newsletter

Tölvupóstfang
Fornafn

og gerast

Engar áhyggjur -- tölvupóstfangið er algerlega tryggt.
Við heitum því að nota það eingöngu til að senda þér fréttabréfið:
Listafréttir.

 

Styrktu Barnaheill - Save the Children

Íslenski list - ljós og lifandi

Vefhönnun:
Vefsala.com












Vefsetur fyrir Íslenska myndlistarmenn

Art-Iceland.com er vefsetur fyrir Íslenska myndlistamenn og erlenda unnendur myndlistar. Þetta er vefur sem gefur íslenskum myndlistamönnum tækifæri á að kynna og selja íslenska myndlist um víða veröld. 

Á þessum vef munum við vefstjórarnir Álfheiður og Þrándur sjá um að hver listamaður fái notið sín til fullnustu.  Til þess að svo megi verða þá sinnum við hverjum einsökum listamanni sérstaklega. Við munum bjóða þér að skrá þig á vefinn og senda okkur myndir af verkum þínum.  Að sjálfsögðu er þægilegast að nýta sér tæknina í þessum tilgangi og taka myndir af verkunum á stafræna myndavél.

Þú sem listamaður getur í raun fengið þinn sérstaka vef undir
Art-Iceland.com
. Dæmi um þetta gæti verið https://art-iceland.com/alfheidur. Þannig getur þú kynnt slóð sem auðvelt er að muna og kynna sem þína eigin heimasíðu. Art-Iceland.com vefurinn er mikið heimsóttur af fólki hvaðanæfa að úr heiminum og getur þannig opnað algerlega nýja vídd í kynningu og aðgengi að áhugasömum kaupendum listaverka.

Það er ekki til neinn sambærilegur vefur hér á landi svo við vitum.

Við gefum út fréttabréfið Art-Iceland Newsletter sem bætir enn möguleika á markaðssetningu. Í fréttabréfinu verða fréttir af Íslensku listalífi, allir nýir listamenn kynntir og þeir geta sett inn tilkynningar um sýningar og aðra viðburði.

Art-Iceland.com hefur mikinn metnað fyrir hönd Íslenskrar myndlistar.  Einungis  upprunaleg verk af hæsta gæðaflokki eru til sölu.

Þegar einhver kaupir listaverk af þér, þá fara greiðslur fram með öruggum hætti með notkun greiðslukorta. Þú sérð um að pakka verkinu á öruggan máta. Við sjáum síðan um að sækja verkið til þín og senda það til kaupanda.

 

Kostir

  • Þín eigin heimasíða
    Upplýsingar um þig og listaverk þín.

  • Alþjóðleg kynning
    Heimsóknir á Art-Iceland.com eru aðallega frá áhugasömum listunnendum um allan heim. Vefur sem er mikið heimsóttur gefur gríðarlega möguleika á sölu listaverka.

  • Hagstætt
    Kostnaður við að setja upp eiginn vef getur orðið talsvert mikill. Bæði tekur mikinn tíma að vinna efni á vefinn, en auk þess þarf vefurinn að vera snyrtilega hannaður og krefst nokkurrar þekkingar.

  • Sala
    Með því að selja myndir á vefnum verður til enn ein stoðin í sölukerfi þínu. Það er fyrirhafnarlítil og þægileg aðferð.

  • Vera í hópi virtra listamanna
    Það er traustvekjandi fyrir kaupendur að sjá nafn þitt innan um aðra viðurkennda listamenn.

  • Fréttatilkynningar
    Þú getur sent fréttatilkynningar um opnun á sýningum eða öðrum viðburðum.

  • Framtíðarviðbætur
    Von er á ýmsum nýjum kostum í náinni framtíð. Þeir verða kynntir eftir því sem þeir verða útfærðir.
     

Skilmálar

  • Innkomugjald
    Innkomugjald á vefnum er 20.000 krónur, fyrir utan VSK.  Innifalið í innkomugjaldi er að við tökum myndir af verkunum og skráum inn upplýsingar um þig sem listamann og listaverkin.

  • Árgjald
    Ef listamaður skiptir úr listaverkum á síðunni sinni, þá er kostanaðurinn við þá vinnu 5.000 Kr. fyrir utan VSK.

  • Söluþóknun
    Söluþóknun er samningsatriði við listamenn.

  • Sendingarkostnaður
    Sendingarkostnaður FedEx greiðist af viðtakanda og leggst við verðið á vefnum, þ.a. þú þarft ekki að hafa sérstakar áhyggjur af honum. Kostnaðurinn fer eftir þyngd og/eða umfangi ásamt því hvert í heiminum á að senda verkið. Sendingarkostnaður er reiknaður út í hvert skipti sem pöntun kemur inn.

 

Skráning á vefinn

Við munum setja upp vefsíðu með nöfnum allra listamanna sem það vilja. Skráning á nafnalistann er ókeypis og án skuldbindinga. Ef þú vilt að við birtum tengil á heimasíðu þína göngum við út frá að á þeirri síðu sé tengill á Art-Iceland.com.

Við hlökkum til að starfa með þér að framgangi íslenskrar myndlistar.

 

 
Svæði sem merkt eru með stjörnu þarf að fylla út.
Nafn*
Tölvupóstur (ekki birt á vefnum)
Heimasíða
Kennitala
Heimilisfang
Póstnúmer
Staður
Sími
GSM
Listgrein
Hefurðu áhuga á að vita meira um Art-Iceland.com?
Skilaboð

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Álfatungl ehf.

Vefurinn er unninn af Álfatungli ehf

Álfatungl ehf. sérhæfir sig í að aðstoða fyrirtæki við högun og útfærslu upplýsingatækniverkefna. Sérstök áhersla er á gerð vefsetra fyrirtækja og einstaklinga með áherslu á markaðssetningu, grafíska hönnun og upplýsingaskipulag. Þjónusta okkar er til reiðu með skömmum fyrirvara og er afar sveigjanleg.

Álfatungl ehf. sinnir hugmyndavinnu, markaðssetningu og útfærslu vefsetra. Áherslan er á að vefir sem fyrirtækið setur á fót séu vinsælir hjá lesendum jafnt sem leitarvélum.

4x4OffRoads.com - Practical Off Roads Information

Fyrsti vefurinn sem fór í loftið heitir 4x4OffRoads.com. Hann er ætlaður fyrir hinn einskumælandi heim. Þar hyggjumst við koma á framfæri íslenskri þekkingu á jeppamennsku. Vefurinn er nú þegar kominn í hóp 1% vinsælustu vefsetra í heiminum og stefnir enn hærra.  

Starfsmenn Álfatungls:

Álfheiður Ólafsdóttir starfar sem grafískur hönnuður, listmálari og vefstjóri. Álfheiður sér um samskipti við listamenn og er listrænn ráðunautur vefsetursins.

Þrándur Arnþórsson starfar sem verkefnastjóri og ráðgjafi og sér um tæknilega uppbyggingu og upplýsingaskipulag vefsins.

Ef þú hefur einhverjar athugasemdir eða hugmyndir sem varða innihald og/eða efnistök vefsins viljum við gjarnan að þú hafir samband við okkur.