Listamenn:

Anna Sigríður Sigurjónsdóttir
Arnór G. Bieltvedt
Ágúst Bjarnason
Álfheiður Ólafsdóttir
Árni Rúnar Sverrisson
Berglind Svavarsdóttir
Bergur Thorberg
Charlotta S. Sverrisdóttir
Don Martin
Elín G Jóhannsdóttir
Gunnar S Magnússon
Helga A. Ingimundardóttir
Helga - List Sálar
Helga Sigurðardóttir

Hrafnhildur Inga Sigurðardóttir
Jóhann G. Jóhannsson
Kristín Pálmadóttir
María Jónsdóttir
Matthildur Skúladóttir
Patricia Guttormsson Peacock
Senin Arenz
Sigríður Júlía Bjarnadóttir
Sigurður Örlygsson
Svandís Egilsdóttir

 


Art Iceland Newsletter

Tölvupóstfang
Fornafn

og gerast

Engar áhyggjur -- tölvupóstfangið er algerlega tryggt.
Við heitum því að nota það eingöngu til að senda þér fréttabréfið:
Listafréttir.

 

Styrktu Barnaheill - Save the Children

Íslenski list - ljós og lifandi

Vefhönnun:
Vefsala.com











Jóhann G. Jóhannsson

Tindar & Pýramídar

Jóhann G. Jóhannsson

Jóhann G. Jóhannsson hefur verið áberandi í listalífinu á Íslandi síðustu áratugi. Hann hóf listferilinn í vinsælum popphljómsveitum og er einn helsti lagahöfundur á því sviði. Fljótlega á ferlinum fór hann að vinna að tónlist og myndlist jöfnum höndum. Í seinni tíð hafa tengslin á milli tónlistar og myndlistar orðið sterkari hjá honum þar sem hann glímir við þríhyrningsformið í báðum greinum.

Tindar & Pýramídar er nýjasta sýning Jóhanns sem haldin var í Ráðhúsi Reykjavíkur, 25. sept.- 10. okt. 2004. Hún er fyrsta þema-sýning hans þar sem öll myndverkin (utan eins) byggjast á þríhyrningsforminu. Myndverkin eru máluð með olíu á striga en þríhyrningsformið er skorið úr plexigleri og málað á báðar hliðar.

Meðan á sýningunni stóð var sýnt myndband Valdimars Leifssonar, kvikmyndagerðarmanns, við raftónverk Jóhanns 3 pýramídar sem var gefið út á geislaplötu í tilefni síðustu aldamóta. Það skiptist í þrjá sjálfstæða þætti; Framtíð, Nútíð, Fortíð sem einnig eru hringhljóðblandaðir í nokkrum útgáfum á plötunni. 

Jóhann hóf að vinna þríhyrningsmyndir sínar fyrst árið 1995 og var kveikjan fjallið Keilir á Reykjanesskaga sem Jóhann kallar hinn íslenska náttúrulega pýramída. Sýningin Tindar & Pýramídar eru áframhald þróunarferils Jóhanns hvað þríhyrningsformið varðar þar sem hann leitast við að skapa ákveðinn heildrænan mynd- og hljóðheim.

Bókin Vígslan eftir Elisabeth Haich hafði mikil áhrif á Jóhann við undirbúning sýningarinnar en hún er frásögn konu um andlegt ferðalag í tíma og rúmi.

Mér varð ljóst að tími og rúm ríkja aðeins við jaðar hins skapaða heims, sem líkja má við kringlu eða skífu er snýst með svimandi hraða. Laus úr viðjum tíma og rúms, býr elífðin í mér. Og meðan ég hvílist í sjálfi mínu fyllir eilíf verund mín rúmið og allt sem þar lifir.
 -
Elisabeth Haich
 

Jóhann G.
Hughrif lands (34x55,5)
Blönduð tækni
Jóhann G. Jóhannsson
(SELD)

Jóhann G.
Sjónarspil 1 (32x37)
Blönduð tækni
Jóhann G. Jóhannsson
(SELD)

Jóhann G.
Sjónarspil 2 (34x36)
Blönduð tækni
Jóhann G. Jóhannsson
(SELD)

Jóhann G.
Yfirsýn (35x42)
Blönduð tækni
Jóhann G. Jóhannsson
(SELD)

 

Tindar & Pýramídar 1
Tindar & Pýramídar 1 (160x125) (SELD)
Olía og plexígler

Jóhann G. Jóhannsson
 

Tindar & Pýramídar 2
Tindar & Pýramídar 2 (160x125)
Olía og plexígler

Jóhann G. Jóhannsson
650.000 krónur


Tindar & Pýramídar 3
Tindar & Pýramídar 3 (160x125) (SELD)
Olía og plexígler

Jóhann G. Jóhannsson


Tindar & Pýramídar 4
Tindar & Pýramídar 4 (160x125) (SELD)
Olía og plexígler

Jóhann G. Jóhannsson
 

Tindar & Pýramídar 5
Tindar & Pýramídar 5 (160x125)
Olía og plexígler

Jóhann G. Jóhannsson
(SELD)

Tindar & Pýramídar 6
Tindar & Pýramídar 6 (160x125)
Olía og plexígler

Jóhann G. Jóhannsson
6
50.000 krónur

Víxlan
Víxlan (160x125)
Olía á striga

Jóhann G. Jóhannsson
(SELD)

Tindar & Pýramídar - þrenna

Tindar & Pýramídar - þrenna

Tindar & Pýramídar - þrenna
Tindar & Pýramídar - þrenna (132x72)
Blönduð tækni

Jóhann G. Jóhannsson
(SELD)

Tindar & Pýramídar - tvenna

Tindar & Pýramídar - tvenna
Tindar & Pýramídar - tvenna (102,5x73,5)
Blönduð tækni

Jóhann G. Jóhannsson
250.000 krónur

 

Ferilskrá:

Jóhann G. Jóhannsson er fæddur 22. febrúar 1947 í Keflavík. Hann útskrifaðist frá Samvinnuskólanum að Bifröst í Borgarfirði árið 1965.

Tónlistarferil sinn hóf hann með Skólahljómsveit Samvinnuskólans haustið 1963 og var hljómsveitarstjóri hennar 1964-65. Jóhann gerðist tónlistarmaður að atvinnu árið 1966 með stofnun hljómsveitarinnar Óðmenn, sem söngvari og bassaleikari.

Á ferlinum lék hann með eftirfarandi hljómsveitum: Straumar (1965), Óðmen (1966-68), Musica Prima (1968-69), Óðmenn II (1969-70) Tatarar (1971), Náttura (1972) and Póker (1978). Eftir það hefur hann komið fram sem flytjandi við ýmis tækifæri s.s. 50 ára afmælishátíð FÍH og tekið þátt í skemmtidagskrám: Bítlaæðið á Boadway, 5 Stjörnukvöld í Þórscafé, Tekið á loft í Glaumbergi í Reykjanesbæ o.fl. Í Hollywood 1986 þar sem Óðmenn komu fram nokkur kvöld. 1971 hélt hann sína fyrstu myndlistarsýningu og upp frá því unnið jöfnum höndum að myndlist og tónlist. Yfir 200 lög og textar hafa komið út eftir hann og hefur fjöldi þeirra notið mikilla vinsælda í flutningi ýmissa listamanna, auk hans sjálfs.

 

Helstu útgáfur tónlistar:

1970  Óðmenn II (tvöfalt)
1974  Langspil (1. sólópl.) 
1976  Mannlíf (2. sólópl.)
1979  Kysstu mig - Íslensk kjötsúpa/Íslensk kjötsúpa
1979  Heildarútgáfa JGJ
1988  Myndræn áhrif (3. sólópl.)
1991  Gullkorn JGJ – 37 lög og textar, nótnabók fyrir píanó,
         mfl. geislaplata með 19  lögum leiknum á píanó
1993  Gullinn sax – instrumental/Halldór Pálsson
1997  Asking for love / Ýmsir
1999  3 Pýramídar - raftónverk eftir JGJ gefið út í tilefni aldamótanna  2000 - 2001
2003  Gullkorn Jóhanns G. Jóhannssonar – 18 lög og textar JGJ – ýmsir
         flytjendur


Lög og textar til stuðnings sérstökum málefnum:

1979  Burt með reykinn/Samstarfsnefnd um reykingavarnir, útgáfa í tengslum við
         Reyklausan  dag 23. janúar 1979 – 2 lög og textar eftir JGJ
1985  Hjálpum þeim (texti JGJ við lag Axels Einarssonar)
1994  Yrkjum Ísland (lag og texti JGJ) Hvatningarátak Yrkjum Íslands til stuðnings
         Landgræðslusjóði
2002  Hvatningarátak-HÆTTUM AÐ REYKJA! samstarfsverkefni JGJ & UMFÍ.
         Á vegum átaksins kom út CD Hættum að reykja með lögunum Tóm tjara,
         Furðuverk og Svæla, svæla, reykjarsvæla.
 

Önnur útgáfa: 

1977 Ljóðabókin Flæði


Myndlist, fyrirtækjarekstur, félagsmál

Sem myndlistarmaður hefur Jóhann haldið fjölda einkasýninga og tekið þátt í nokkrum samsýningum. Síðustu ár hafa hughrif íslenskrar náttúru verið aðal viðfangsefni hans í myndlistinni. Fjöldi verka eftir hann eru í eigu opinberra stofnana, fyrirtækja og einstaklinga. Samhliða listsköpun hefur Jóhann verið aðili að stofnun og rekstri fyrirtækja á sviði myndlistar og tónlistar:
1980-85  Gallery Lækjartorg hf., síðar Listamiðstöðin hf.,
1990-93  Púlsinn – tónlistarbar (Tónlistarmiðstöðin hf.),
2001      Caviar Music hf.

Hann hefur jafnframt verið virkur í félagsmálum tónlistarmanna, einn af stofnendum SATT (Samtök alþýðutónskálda og tónlistarmanna) og m.a. setið um árabil í stjórn FTT og STEFs og verið meðlimur í FÍH. Er félagi í SÍM og FÍM. Heiðraður 2003 af Íþrótta og Tómstundarráði Reykjavíkur sem frumkvöðull Músiktilrauna ÍTR.Gerður að heiðursfélaga FTT haustið 2003.