Listamenn:

Anna Sigríður Sigurjónsdóttir
Arnór G. Bieltvedt
Ágúst Bjarnason
Álfheiður Ólafsdóttir
Árni Rúnar Sverrisson
Berglind Svavarsdóttir
Bergur Thorberg
Charlotta S. Sverrisdóttir
Don Martin
Elín G Jóhannsdóttir
Gunnar S Magnússon
Helga A. Ingimundardóttir
Helga - List Sálar
Helga Sigurðardóttir

Hrafnhildur Inga Sigurðardóttir
Jóhann G. Jóhannsson
Kristín Pálmadóttir
María Jónsdóttir
Matthildur Skúladóttir
Patricia Guttormsson Peacock
Senin Arenz
Sigríður Júlía Bjarnadóttir
Sigurður Örlygsson
Svandís Egilsdóttir

 


Art Iceland Newsletter

Tölvupóstfang
Fornafn

og gerast

Engar áhyggjur -- tölvupóstfangið er algerlega tryggt.
Við heitum því að nota það eingöngu til að senda þér fréttabréfið:
Listafréttir.

 

Styrktu Barnaheill - Save the Children

Íslenski list - ljós og lifandi

Vefhönnun:
Vefsala.com










Mynstur náttúrunnar

 

Mynstur náttúrunnar leynast víða. Með því að opna augun og skoða okkar nánasta umhverfi koma stórkostleg mynstur í ljós. Oft er það í hinu smáa en líka í því sem við erum með fyrir augum í daglega lífinu en tökum ekki eftir í erli og þys hversdagsins.

Listamenn af öllu gerðum sækja innblástur í náttúruna og fjölbreytta sköpun hennar. Við íslendingar erum heppnir að eiga heima í landi sem gefur okkur aðgang að slíku meistaraverki.

 

Senin Arenz - Kyrrð
"Stundum var sólin að reyna að komast í gegn um skýin eitt augnablik en samt nógu langur tími fyrir mig til að grípa þessar fáu sekúndur og fanga augnablikið"
Keilir - Tónlist: Jóhann G. Jóhannsson
Snemma árs 1995 hóf ég að vinna mynverk sem ég kallaði Tindaseríur, þriggja mynda verk sem byggja á formi þríhyrnings. Fjallið Keilir er kveikjan að þessu viðfangsefni. Ég keyri oft Suðurgötuna og þá blasir Keilir við í mismunandi birtu. Þessi sýn greiptist í hugan og varð svo til þess einn daginn á vinnustofunni að ég gerði minn fyrsta tind.
Augnablik á öræfum Augnablik á öræfum
Sumarið 2006 fór ég fyrst um áhrifasvæði Kárahnjúkavirkjunar. Ég fór ásamt konunni minni í gönguferð með ferðafélaginu Augnabliki. Við gengum í fimm daga um Kringilsá, Kringilsárrana, Jökulsá á Brú, Hafrahvammagil, Laugarvalladal, Snæfell, Norðurdal og Jökulsá á Fljótsdal.
Þetta er 5 mínútna sýning með ljósmyndum Christopher Lund og tónlist Damien Rice.
Holtagrjót Holtagrjót
Í sumar leitaði ég uppi staði í umhverfinu sem lætur engan ósnortin.  Náttúran, list hennar og afburða næmleiki hennar í litavali og formum. Kom mér til að horfa mér nær og dáðst að sköpunarverkinu.  Ég sýni ykkur nokkrar myndir af holtagrjóti og gróðri sem vex hér og hvar nálægt því.  Fegurðin sem blasir við manni við hvert fótmál er ólýsanleg.  Hér gefur að líta pínulítið brot af listaverkum náttúrunnar.
Mynstur náttúrunnar Íshellar í Langjökli
Undur náttúrunnar eru ólýsanleg. Sunnudag einn í mars fórum við nokkur saman í jeppaferð á Langjökul. Skoðuðum þar íshella sem eru ólýsalegir með orðum. En myndirnar tala vonandi sínu máli.

 

Álfheiður Ólafsdóttir
Þrándur Arnþórsson