Listamenn:

Anna Sigríður Sigurjónsdóttir
Arnór G. Bieltvedt
Ágúst Bjarnason
Álfheiður Ólafsdóttir
Árni Rúnar Sverrisson
Berglind Svavarsdóttir
Bergur Thorberg
Charlotta S. Sverrisdóttir
Don Martin
Elín G Jóhannsdóttir
Gunnar S Magnússon
Helga A. Ingimundardóttir
Helga - List Sálar
Helga Sigurðardóttir

Hrafnhildur Inga Sigurðardóttir
Jóhann G. Jóhannsson
Kristín Pálmadóttir
María Jónsdóttir
Matthildur Skúladóttir
Patricia Guttormsson Peacock
Senin Arenz
Sigríður Júlía Bjarnadóttir
Sigurður Örlygsson
Svandís Egilsdóttir

 


Art Iceland Newsletter

Tölvupóstfang
Fornafn

og gerast

Engar áhyggjur -- tölvupóstfangið er algerlega tryggt.
Við heitum því að nota það eingöngu til að senda þér fréttabréfið:
Listafréttir.

 

Styrktu Barnaheill - Save the Children

Íslenski list - ljós og lifandi

Vefhönnun:
Vefsala.com










Dýrið í mér
 

Vetrarhátíð í Reykjavík, Kartöflugeymslunni í Ártúnsbrekkunni

 



 

Ég var á sýningarrölti og fór á þessa skemmtilegu sýningu í Kartöflugeymslunni í Ártúnsbrekkunni.  Sýningin var flutt austan frá Egilsstöðum í tilefni af Vetrarhátíð í Reykjavík. 

Myndirnar eru teknar í kartöflugeymslunni en textinn sem hér fer á eftir er tekin úr viðtali sem birtist í blaðinu Ský fyrir austan. 

 

SKÝ tók viðtal við framkvæmdarstjóra sýningarinnar
Svandísi Egilsdóttur.
 

Dýrið í mér er heiti á listsýningu sem sett verður upp í gamla sláturhúsinu á Egilsstöðum í lok nóvember.

Hvers konar sýning er hér á ferðinni?

Þetta er samsýning 7 listamanna sem búsettir eru hér á Héraði, við höfum öll unnið að verkum vegna þessa síðasta árið eða svo. Sýningin er skemmtilega fjölbreytt því hver og einn leggur eigin merkingu í þessi orð: dýrið í mér, og vinnur svo með þann miðil sem viðkomandi kýs. Þarna verða ljósmyndir, vídeoverk, málverk, innsetning ljóss og hljóð. Á opnuninni fremur Bjartmar Guðlaugsson gjörning og Sigurður Ingólfsson frumflytur eigið ljóð svo fátt eitt sé nefnt. Aðrir listamenn sem sýna fyrir utan mig eru Ólöf Björk Bragadóttir, Agnieszka Sosnowska, Ingunn Anna Þráinsdóttir og Kristín Scheving.

 

Getur þá hver sem er fundið dýrið í sjálfum sér?  Er það boðskapur sýningarinnar?
 

Það er ekki víst að allir hafi áhuga á að finna dýrið í sér en ég held að allir hafi ágætt af því að hugsa um hvaða dýr þeir eru. Maður þarf þá að beina athyglinni inn á við, og það er einmitt gott á þennan hátt því að hugsa um þetta er náttúrulega bara leikur. Það er reyndar munur á því hvaða dýr maður er og hvaða dýr maður vill vera. Það er oft talað um að hugsunin sé það sem skilur okkur frá dýrunum, stundum er sagt að þörfin til að skapa sé það eða jafnvel tilfinningalíf mannsins sé það sem aðgreinir okkur frá þeim. Við vitum ekkert hvort dýr hugsa eða hvað þau hugsa. Það er heldur ekki eitthvað eitt sem aðgreinir okkur frá þeim og þá heldur ekki eitthvað eitt sem er líkt.

Það eru til dæmis alls konar orðtæki og málvenjur í tungumálinu sem gefa til kynna að maðurinn hefur borið sig saman við dýr mjög lengi.  Kannski er boðskapur sýningarinnar að við ættum að skoða okkur sjálf. Ég held allavega að allir þeir sem koma á sýninguna hugsi um hvaða dýr þeir eru, a.m.k. í svona 2 sek.
 

 



 

Þetta listaverk er um blessuð litlu mjúku lömbin sem við klöppum og kelum við frá fæðingu fram á haust.  Síðan étum við þau að hausti.

 

 

Er listalíf öflugt á Héraði / Austurlandi nú um stundir ?
 

Ég myndi segja að listalífið hér fyrir Austan sé mjög öflugt.  Hér búa margir listamenn af ýmsum toga og sveitafélögin hafa verið að vakna mjög til meðvitundar um mikilvægi þess að styðja við ýmsa menningarstarfsemi. Það er óþarfi að nefna Seyðisfjörð en þar eru þeir mjög öflugir í sínu starfi og svo hefur Fljótsdalshérað eftir sameiningu gert margt frábært, bæði hlúð vel að listamönnunum sem hér eru og svo hafa verið settar upp heimsklassa sýningar og tónleikar á undanförnum árum. Nægir að nefna kvikmyndahátíðina 700 IS og heimsókn leikhússins pokkowa-pa að öðrum ólöstuðum. Reyndar hafa leikfélögin hér sérstaklega mikinn metnað, að mínu mati.  Kannski það mikilvægasta sem er hér í gangi er að það hefur ekki verið útbúið fast, harðlokað og læst kerfi. Listalífið er eins og óharðnaður leir sem hægt er að móta. Þeir sem hafa áhuga geta komið með hugmyndir og uppskera yfirleitt stuðning og jákvætt viðhorf.

 


 

Verk eftir Svandísi Egilsdóttur.

Hvaða dýr ert þú?

Ég veit hreinlega ekki. Indíánarnir komust að því með því að borða eða reykja einhverja mixtúru eða ólyfjan, allt eftir því hvernig á málið er litið. Sumir hafa séð dýrið sitt í hitaóráði, ég hef aftur á móti ekki komist að því sjálf. Ég get heldur ekki giskað á það því ég myndi giska á eitthvað sætt og fallegt og útiloka allt of marga möguleika í þeim efnum, ég meina hver vill vera margfætla eða pokarotta?

Ég lít á dýrið í mér sem kraft sem fær mig til að standa við léreftið og mála og skapa. Dýrið veitir mér frelsi því það dæmir ekki og spyr ekki listfræðilegra spurninga.  Það vill alls ekki láta loka sig í búri og getur orðið brjálað ef á það er ekki hlustað eða það er vanrækt í langan tíma. Þetta er kannski spurning um að beisla kraftinn.
 

Hvernig kviknaði hugmyndin að sýningunni?
 

Þegar ég var barnshafandi og bumban óx og barnið inni í mér sparkaði hugsaði ég einhverju sinni um angann sem lítið dýr, þá fæddist hugmyndin um dýrið í mér og ég sá strax að þarna væri skemmtilegur titill á ferðinni. Sumir flokkar Indíána trúa því að dýr taki sér bólfestu í sálum barna í móðurkviði. Ef það er rétt þýðir það að við höfum fengið skapgerðareinkenni okkar frá dýrum. Sú hugsun er nú ekki langt frá því sem margir trúa í gríni eða alvöru í dag, að við séum öll fædd í ákveðnu stjörnumerki. Kínverjar t.d. helga hverju ári einhverju dýri svo þessi hugmynd snertir mann á einhvern skemmtilega frumstæðan hátt.

 

Sýningin "Dýrið í mér" sýnir að allir sem eru menningarlega sinnaðir eiga erindi  erindi austur á hérað að kynnast betur frábærum listamönnum sem eru að gera skemmtilega hluti og er vel þess virði að leggja á sig að fara þangað á sýningar og menningarviðburði.

 

 

 


Álfheiður Ólafsdóttir