Listamenn:

Anna Sigríður Sigurjónsdóttir
Arnór G. Bieltvedt
Ágúst Bjarnason
Álfheiður Ólafsdóttir
Árni Rúnar Sverrisson
Berglind Svavarsdóttir
Bergur Thorberg
Charlotta S. Sverrisdóttir
Don Martin
Elín G Jóhannsdóttir
Gunnar S Magnússon
Helga A. Ingimundardóttir
Helga - List Sálar
Helga Sigurðardóttir

Hrafnhildur Inga Sigurðardóttir
Jóhann G. Jóhannsson
Kristín Pálmadóttir
María Jónsdóttir
Matthildur Skúladóttir
Patricia Guttormsson Peacock
Senin Arenz
Sigríður Júlía Bjarnadóttir
Sigurður Örlygsson
Svandís Egilsdóttir

 


Art Iceland Newsletter

Tölvupóstfang
Fornafn

og gerast

Engar áhyggjur -- tölvupóstfangið er algerlega tryggt.
Við heitum því að nota það eingöngu til að senda þér fréttabréfið:
Listafréttir.

 

Styrktu Barnaheill - Save the Children

Íslenski list - ljós og lifandi

Vefhönnun:
Vefsala.com










Á mótum tveggja tíma & Hátíð í bæ.


- Tvöföld sýningaopnun í Þjóðminjasafni Íslands
laugardaginn 2. desember 2006 -

Ljósmyndasýningar Þjóðminjasafnsins eru hver annarri forvitnilegri og 2. desember verða opnaðar tvær nýjar í Myndasalnum og á Veggnum.

 

Á mótum tveggja tíma – ljósmyndir Guðna Þórðarsonar (Myndasalur 2. des. – 12. mars)


Á ljósmynd Guðna Þórðarsonar má sjá harmonikkuleik á Raufarhöfn. Harmónikkuleikarinn er Agnar Víðir Indriðason, nú útgerðarmaður á Raufarhöfn og áheyrandinn er Kristján Sigfússon, nú búsettur á Þórshöfn. Hundurinn er trúlega Héppi heitinn í Sandgerði. 1956. Frumprent.

Í Myndasalnum verða til sýnis þjóðlífsmyndir víða af á landinu frá miklu umbrotaskeiði í sögu þjóðarinnar. Myndirnar eru úr safni hins þjóðþekkta Guðna í Sunnu, blaðamanns, ljósmyndara og ferðamálafrömuðar og eru eins og tímasneið frá árunum 1946 til 1960. Þar má sjá fólk við hversdagslega iðju og alls konar störf úti og inni: menn á sjó, konur við fiskverkun, réttirnar, heybaggaflutningar, vinnuvélar í sveitum sem voru nýjung á þeim tíma, vegagerðarmenn og bifvélavirkjar við vinnu o.s.frv. En fleira má líka sjá svo sem fjölskylduna við tedrykkju í fínu stofunni, litla prúðbúna stráka á bryggjunni og börn og fullorðna í röð við búðarborð kaupmannsins. Í myndum Guðna Þórðarsonar mætir hið nýja hinu gamla á eftirminnilegan hátt.

Guðni var sjálfmenntaður á sviði ljósmyndunar, kynntist töfrum hennar þegar honum var gefin myndavél í fermingargjöf og tók síðan myndir um allt land í tengslum við störf sín og ferðalög. Síðar lærði hann ljósmyndablaðamennsku hjá Time-Life og ruddi brautina fyrir nýjungum á því sviði hérlendis.

Á sýningunni Á mótum tveggja tíma eru bæði frumprent eftir Guðna sjálfan og nýjar stækkanir eftir Ívar Brynjólfsson ljósmyndara en hann er sýningarhöfundur ásamt Ingu Láru Baldvinsdóttur fagstjóra myndasafns Þjóðminjasafnsins.

Á sama tíma og myndir Guðna eru sýndar í Þjóðminjasafninu gefur Vaka-Helgafell út ævisögu hans eftir Arnþór Gunnarsson. Sjá nánar á http://edda.is/Ný almenn rit.

 

Hátíð í bæ - ljósmyndir Ingimundar og Kristjáns Magnússona (Veggur 2. desember – 7. janúar 2007)


Jól og áramót í Laugarnesskóla 1962 - Kristján Magnússon

Á Veggnum verður opnuð jólasýning með myndum tvíburabræðranna Ingimundar og Kristjáns Magnússona. Eins og Guðni Þórðarson störfuðu þeir meðal annars sem blaðaljósmyndarar en í Þjóðminjasafninu verða nú sýndar myndir sem fanga anda jólanna á sjöunda áratugnum. Þarna má sjá jólin í skólanum, litlu jólin, jólaböll stéttarfélaga, jólastemningu heima og einnig fólk við brennusöfnun en hún var mikilvægur þáttur í jólafríum þessa tíma. Margt í myndunum ætti að koma börnum í jólaskap og fullorðna fólkið þekkir þar vafalaust hina sönnu jólastemningu bernsku sinnar.


Krakkar í Hlíðarskóla 1963 - Ingimundur Magnússon

Ingimundur og Kristján mynduðu meðal annars fyrir Vísi,Tímann og Vikuna og ráku einnig eigin ljósmyndastofu á tímabilinu 1978 til 1998. Kristján Ingimundarson varð smám saman einn helsti tískuljósmyndari landsins. Við andlát hans Ingimundarsonar árið 2003 var Þjóðminjasafni Íslands afhent myndasafn bræðranna til varðveislu.

Höfundur jólasýningarinnar Hátíðar í bæ er Ágústa Kristófersdóttir.

 

 


Rúna K. Tetzschner
Þjóðminjasafn Íslands