Listamenn:

Anna Sigríður Sigurjónsdóttir
Arnór G. Bieltvedt
Ágúst Bjarnason
Álfheiður Ólafsdóttir
Árni Rúnar Sverrisson
Berglind Svavarsdóttir
Bergur Thorberg
Charlotta S. Sverrisdóttir
Don Martin
Elín G Jóhannsdóttir
Gunnar S Magnússon
Helga A. Ingimundardóttir
Helga - List Sálar
Helga Sigurðardóttir

Hrafnhildur Inga Sigurðardóttir
Jóhann G. Jóhannsson
Kristín Pálmadóttir
María Jónsdóttir
Matthildur Skúladóttir
Patricia Guttormsson Peacock
Senin Arenz
Sigríður Júlía Bjarnadóttir
Sigurður Örlygsson
Svandís Egilsdóttir

 


Art Iceland Newsletter

Tölvupóstfang
Fornafn

og gerast

Engar áhyggjur -- tölvupóstfangið er algerlega tryggt.
Við heitum því að nota það eingöngu til að senda þér fréttabréfið:
Listafréttir.

 

Styrktu Barnaheill - Save the Children

Íslenski list - ljós og lifandi

Vefhönnun:
Vefsala.com










 

Ljósmyndasýning:

Augnablik í Afríku


 

Ljósmyndasýning: Augnablik í Afríku - Brosandi Drengur
Brosandi Drengur - eftir Pádraig Grant.

Icelandair, JPV útgáfa og Íslandsprent eru bakhjarlar kynningar á IceAid og ljósmyndasýningar sem haldin verður 1. september 2007 í galleríi Art Iceland við Skólavörðustíg 1A, 101 Reykjavík. Um er að ræða fjáröflunarsýningu og andvirði sölu myndanna mun renna til áframhaldandi starfa IceAid við uppbyggingu munaðarleysingjaheimila í Líberíu. Ljósmyndirnar á sýningunni eru svart/hvítar og teknar á 20 ára tímabili í Afríku af hinum þekkta írska ljósmyndara Pádraig Grant, annars stofnanda IceAid.

Ljósmyndasýning: Augnablik í Afríku - Góðir tímar í Súdan
Góðir tímar í Súdan - eftir Pádraig Grant.

Pádraig lýsir sýningunni svo: “Ljósmyndirnar eru mín aðferð til að andmæla hinni gegndarlausu mistúlkun fjölmiðla á “Afríku” í gegnum tíðina. Líkt og einvörðungu væri um að ræða einsleita Afríku,  ímynd spillingar og endalausra hörmunga og þrældóms. Þegar neyðin er stærst og í harðbakkann slær, geta viðbrögð mannanna verið stórkostleg.  Neyðin laðar oft og tíðum fram það besta í mannfólkinu, sem birtist meðal annars í því, hvernig það elur önn hvert fyrir öðru og reynir að gera lífið bærilegt við ömurlegar aðstæður.

Pádraig heldur áfram: “Ljósmyndirnar sem teknar voru á tímabilinu frá 1989 til dagsins í dag sýna fólk við leik og störf á venjulegum degi í skugga hörmulegra aðstæðna - ýmist af pólitískum eða náttúrulegum toga. Óhugnaðurinn og ófögnuðurinn í umhverfinu birtist ekki í myndunum, og þær draga ekki upp mynd af vonlausu ástandi. Sýningin býður áhorfandanum í ferðalag um auðnir Súdans og Sómalíu, eldfjallalendur Eþíópíu og gróðursæl landamærasvæði Kongó og Rúanda og áfram í gegnum Kenýa og Úganda.”

Ljósmyndasýning: Augnablik í Afríku - Jarðsprengjur í Eþíópíu
Jarðsprengjur í Eþíópíu - eftir Pádraig Grant.

Samtökin IceAid einsetja sér að starfa í anda þúsaldarmarkmiða Sameinuðu þjóðanna um þróun sem miðar að því að lækka fjölda þess fólks í heiminum sem býr við örbirgð og hungursneyð um helming þegar kemur að árinu 2015. Önnur markmið eru, m.a. að vinna að jafnrétti kynjanna og styrkja frumkvæðisrétt kvenna og tryggja að öll börn njóti grunnskólamenntunar árið 2015 og berjast gegn alnæmi, malaríu og öðrum sjúkdómum sem ógna mannkyninu. Við útfærslu þróunarverkefna er lögð sérstök áhersla á þátttöku íbúanna sjálfra í áætlanagerð og notkun auðlinda á viðkomandi svæðum til að ná þeim markmiðum sem samfélagið hefur sett sér. Þessi hugmyndafræði á að tryggja sjálfbærni verkefna þar sem þeir sem aðstoðina þiggja taka sjálfir þátt í útfærslu verkefna og hljóta þjálfun í að fylgja þeim eftir og meta framgang þeirra. Þannig geta íbúarnir sjálfir uppgvötað eigin hæfileika til forystu og frumkvæðis.

 

TANSANÍA

Hágæða ódýr lyf gegn mannskæðum og landlægum sjúkdómum

Ríflega tvær milljónir manna eru smitaðar af alnæmi í Tansaníu og dánartíðini af völdum malaríu er ein sú hæsta í sunnanverðri Afríku. Árið 2000 var meðalaldur íbúa Tansaníu 56 ár. Heldur sem horfir munu lífslíkur Tansaníubúa verða 35 til 45 ár árið 2010 samkvæmt spá Alþjóða heilbrigðisstofnunarinnar (WHO). Til eru lyf og úrræði læknavísinda til að sporna við þessari þróun.

Ljósmyndasýning: Augnablik í Afríku - Barn í Súdan
Barn í Súdan - eftir Pádraig Grant.

IceAid mun með liðsinni Actavis Group, Atlantsskip og Icelandair, leggja sitt af mörkum til þess að sporna við þessari þróun. Í bígerð er að aðstoða innnlendan lyfjaframleiðanda í Tansaníu, Tanzania Pharmaceutical Industries (TPI) til að verða sjálfbær og óháður erlendum lyfjaframleiðendum í framleiðslu ódýrra gæðalyfja til handa íbúum landsins í þágu framfara og velmegunar. Meginmarkmiðið er að hjálpa íbúum Tansaníu að hjálpa sér sjálfir til að vinna bug á þeirri heilsufarsógn sem að þeim steðjar svo þeir megi brjótast úr fátækt til bjargálna. Verkefnið mun fela í sér aðstoð, þjálfun og ráðgjöf með það fyrir augum að hjálpa TPI við að nútímavæða í verksmiðju sína og framleiðsluferli. Actavis Group mun leggja til tækjabúnað til lyfjaframleiðslu og fé til þjálfunar og ráðgjafar. Atlantsskip munu aðstoða með flutning á tækjabúnaðinum til áfangastaðar í Tansaníu og Icelandair mun aðstoða við að greiða leið starfsmanna IceAid til Tansaníu. IceAid mun hafa yfirumsjón með framkvæmd verkefnisins.

Hágæða ódýr lyf gegn mannskæðum og landlægum sjúkdómum nýtt til að reisa tölvusetur og afla kennslugagna til skóla í nágrenni við munaðarleysingjaheimilið og er það opið öllum börnum og unglingum sem búa í nágrenninu. Enn búa þúsundir munaðarlausra barna við bágbornar aðstæður vítt og breitt um landið. Þess vegna er starfi IceAid í landinu langt því frá að vera lokið. Meiri fjárframlaga er þörf til að halda starfinu áfram og tryggja að börn Líberíu gleymist ekki nú þegar ný stjórnvöld keppast við að reisa samfélagið úr rústum og færa það í átt til þróunar.

Verkefnið mun fela í sér aðstoð, þjálfun og ráðgjöf með það fyrir augum að hjálpa TPI við að nútímavæða í verksmiðju sína og framleiðsluferli. Actavis Group mun leggja til tækjabúnað til lyfjaframleiðslu og fé til þjálfunar og ráðgjafar.

Atlantsskip munu aðstoða með flutning á tækjabúnaðinum til áfangastaðar í Tansaníu og  Icelandair mun aðstoða við að greiða leið starfsmanna IceAid til Tansaníu. IceAid mun hafa yfirumsjón með framkvæmd verkefnisins.


LÍBERÍA

Uppbygging munaðarleysingjaheimila

Fyrsta verkefnið sem IceAid tók að sér var að skjóta skjólshúsi yfir munaðarlaus börn í Monróvíu, höfuðborg Líberíu í Afríku, þar sem fjöldi munaðarlausra barna jókst gríðarlega í kjölfar 14 ára borgarastríðs og sjúkdóma á borð við alnæmi sem herja á íbúa landsins. Verkefnið fólst einnig í að gefa börnunum tækifæri til menntunar. Til að endurbyggja munaðarleysingjaheimilið og reisa tölvusetur í skóla í nágrenninu nýttu stofnendur IceAid, Glúmur Baldvinsson og Pádraig Grant, fjárframlög einstaklinga á Írlandi til að ráða 12 Líberíumenn til verksins. Einnig tókst þeim í samstarfi við írsku friðargæslusveitirnar í landinu að fá aðra 12 sjálfboðaliða úr þeirra röðum til að koma að verkinu.

Ljósmyndasýning: Augnablik í Afríku - Fuglar í Eþíópíu
Fuglar í Eþíópíu - eftir Pádraig Grant.

Munaðarleysingjaheimilið kallast Alfreð og Agnes og er nefnt í höfuðið á tveimur líberískum börnum. Það er í tveimur álmum, einni fyrir stráka og annarri fyrir stúlkur og rúmar alls 70 börn. Fjárframlögin voru einnig nýtt til að reisa tölvusetur og afla kennslugagna til skóla í nágrenni við munaðarleysingjaheimilið og er það opið öllum börnum og unglingum sem búa í nágrenninu.

Enn búa þúsundir munaðarlausra barna við bágbornar aðstæður vítt og breitt um landið. Þess vegna er starfi IceAid í landinu langt því frá að vera lokið. Meiri fjárframlaga er þörf til að halda starfinu áfram og tryggja að börn Líberíu gleymist ekki nú þegar ný stjórnvöld keppast við að reisa samfélagið úr rústum og færa það í átt til þróunar.

 

STJÓRN

Eoin Colfer (írskur rithöfundur) - Dr. Gauti Eggertsson (hagfræðingur við Seðlabanka Bandaríkjanna) - Vigdís Finnbogadóttir, (fv. forseti Íslands) Dr. Svafa Grönfeldt (forseti Háskóla Reykjavíkur) - Dr. Jón Ormur Halldórsson (dósent í alþjóðaviðskiptum, Háskóli Reykjavíkur) - Jón Baldvin Hannibalsson (fv. utanríkisráðherra Íslands og sendiherra í Bandaríkjunum, Finnlandi og Eystrasaltsríkjunum) - Egill Helgason (þáttastjórnandi Silfurs Egils, ríkissjónvarpið) - Hallgrímur Helgason (rithöfundur) - Anna Papaconstantinou (M.Plan. Prac) - Steinunn Þórðardóttir (forstjóri Glitnis, London)

 

IceAid eru óháð íslensk þróunar- og mannúðarsamtök