Listamenn:

Anna Sigríður Sigurjónsdóttir
Arnór G. Bieltvedt
Ágúst Bjarnason
Álfheiður Ólafsdóttir
Árni Rúnar Sverrisson
Berglind Svavarsdóttir
Bergur Thorberg
Charlotta S. Sverrisdóttir
Don Martin
Elín G Jóhannsdóttir
Gunnar S Magnússon
Helga A. Ingimundardóttir
Helga - List Sálar
Helga Sigurðardóttir

Hrafnhildur Inga Sigurðardóttir
Jóhann G. Jóhannsson
Kristín Pálmadóttir
María Jónsdóttir
Matthildur Skúladóttir
Patricia Guttormsson Peacock
Senin Arenz
Sigríður Júlía Bjarnadóttir
Sigurður Örlygsson
Svandís Egilsdóttir

 


Art Iceland Newsletter

Tölvupóstfang
Fornafn

og gerast

Engar áhyggjur -- tölvupóstfangið er algerlega tryggt.
Við heitum því að nota það eingöngu til að senda þér fréttabréfið:
Listafréttir.

 

Styrktu Barnaheill - Save the Children

Íslenski list - ljós og lifandi

Vefhönnun:
Vefsala.com










Orkuflæði

Fyrsta samsýning Art-Iceland.com opnaði þann 29. júlí í Mublunni Nýbýlavegi 18, Kópavogi. Listamennirnir sem renna á vaðið eru: Árni Rúnar Sverrisson, Helga Sigurðardóttir og Álfheiður Ólafsdóttir. Bjóðum við alla velkomna á sýningu gallerísins - sem er nefnd Orkuflæði.

Art-Iceland.com er með vef sem tengist galleríinu. Vefslóðin er: art-iceland.com. Það eru milli 200-300 manns sem heimsækja vefinn á hverjum degi. Aðallega erlendir gestir. Við leggjum rækt við að kynna Ísland frá ólíkum sjónarhornum. Skrifum greinar þar sem mannlífi og listum ásamt fegurð landsins er lýst. Við höfum oft fengið skemmtileg viðbrögð frá erlendum gestum. Það eru margir sem hafa áhuga á landi og þjóð. Ekki sakar að hægt er að festa kaup á listaverkum í gegn um vefinn.


Á Menningarnótt verður galleríið ársgamalt og munum við hafa frábæra stemningu þar sem hljómsveitin Hjónabandið mun kynna nýútkominn disk sinn og einnig ætlar María Jónsdóttir og niðjar hennar að kveða nokkrar stemmur. Það verður þjóðleg stemming á Menningarnótt hjá okkur í Art-Iceland.com á Skólavörðustíg 1a.

 


Árni Rúnar Sverrisson er undir sterkum áhrifum frá litbrigðum og formum frumgróðurs jarðar. Á löngum göngum um hálendi Íslands hafa sprottið þessar hugmyndir af svo sérstæðum málverkum Árna. Ef við rýnum niður og dáumst að listaverkinu sem er við fætur okkar þá sjáum við fegurð sem er alveg ótrúleg. Landslag Íslands er ekki eingöngu fallegir fjallstoppar og jöklar. Það er síðast en ekki síst fegurð hins mjúka og smáa sem svo margir ganga yfir en sjá ekki vegna þess að við gleymum að horfa á það sem er næst okkur.

 


 

Álfheiður Ólafsdóttir nálgast myndefnið sitt með krafti og sterkum litatónum. Hún einbeitir sér algjörlega að verkinu og lætur umhverfið flæða í gegn um fingurna. Málverkin eru unnin í kyrrð náttúrunnar og allar málaðar úti undir berum himni. Löng strá og litlar mýflugur hjálpa henni að fullkomna verkið. Þannig að mynstur náttúrunnar fær notið sín í allri sinni fegurð og innileika.

 


 

Helga Sigurðardóttir slær á sína litastrengi með ákefð og ákveðnum stíl sem þú upplifir sem mikið tilfinningabál. Krafturinn í myndum hennar dregur þig með í ferðalag inn í kraftmiklar og litríkar tilfinningar. Myndirnar hennar eru upphaf ævintýris sem á eftir að koma betur í ljós og verður spennandi að fylgjast með framhaldinu með alllri þessari orku og litasprengingum í verkum hennar.

 

Svipmyndir frá opnuninni:

 

 


Þrándur Arnþórsson