Listamenn:

Anna Sigríður Sigurjónsdóttir
Arnór G. Bieltvedt
Ágúst Bjarnason
Álfheiður Ólafsdóttir
Árni Rúnar Sverrisson
Berglind Svavarsdóttir
Bergur Thorberg
Charlotta S. Sverrisdóttir
Don Martin
Elín G Jóhannsdóttir
Gunnar S Magnússon
Helga A. Ingimundardóttir
Helga - List Sálar
Helga Sigurðardóttir

Hrafnhildur Inga Sigurðardóttir
Jóhann G. Jóhannsson
Kristín Pálmadóttir
María Jónsdóttir
Matthildur Skúladóttir
Patricia Guttormsson Peacock
Senin Arenz
Sigríður Júlía Bjarnadóttir
Sigurður Örlygsson
Svandís Egilsdóttir

 


Art Iceland Newsletter

Tölvupóstfang
Fornafn

og gerast

Engar áhyggjur -- tölvupóstfangið er algerlega tryggt.
Við heitum því að nota það eingöngu til að senda þér fréttabréfið:
Listafréttir.

 

Styrktu Barnaheill - Save the Children

Íslenski list - ljós og lifandi

Vefhönnun:
Vefsala.com











Rímnakveðskapur í vesturheimi
Gimli 18. - 27. Október 2005

 

Fyrir réttum 130 árum stigu Íslendingar á land á framandi slóðum.  Staðinn nefndu þeir Gimli. Í tilefni af því voru skipulögð mikil hátíðarhöld í vesturheimi. Við vorum svo heppin að vera boðið til að kveða rímnalög. 

 

María´s Legacy

"María's Legacy" Neðst til hægri:  María Jónsdóttir, Sigurbjörg Ólafsdóttir, Ómar Smári Jónsson, Álfheiður Ólafsdóttir, Dagný Valdimarsdóttir, María Rún Þrándardóttir, Jón Ólafsson og efstur er Andri Geir Jónsson.  Þessi 8 manna hópur fór út til Kanada þann 18.okt. 2005 og voru í 10 daga. 

 

Hópurinn var kallaður María's Legacy á meðan við dvöldum úti.  María er ættmóðirin og kenndi okkur að kveða rímur.  Hún hefur kveðið frá því að hún var 4ra ára og lærði kveðskap af föður sínum Jóni Lárussyni, sem var mikill kvæðamaður.  Það er ómetanlegt að halda í þessar hefðir sem annars myndu gleymast í hraða nútímans.

Við nutum sérstakrar gestrisni og þæginda á allan hátt.  Keith og Gwen vinkona hans lánuðu okkur sumarhúsið sitt og 8 manna bíl til eigin afnota.  Styttan sem við stöndum hjá er af Eiríki Rauða.  Hún gnæfir fyrir utan húsið hans Keith.  
 

Húsið hans Keaths

Það var ekki á kot vísað.  Þetta er húsið hans Keiths.


María Rún og Nonni

Á hverju ári er gengið að "Klettinum", þar sem Íslendingarnir ráku á land fyrir 130 árum.   Ég segi ráku á land vegna þess að skipið sem flutti þá komst ekki að landi og var dimmt él og garri.  Skipstjórinn sá ekki út úr augum.  Hann ákvað að skera á  böndin svo prammarnir sem fólkið var á rækju sjálfir að landi.  Síðan varð hann að treysta á Guð og lukkuna.  Þessi ákvörðun var hárrétt.  Prammarnir komu að landi þar sem kallað er Víðirness.  Ein konan var þunguð og fólkið allt þrekað eftir erfiða og langa ferð.  Þetta var í októberlok og harður veturinn framundan.

Mér fannst undarlegt að ganga þessa leið og eitthvað magnað beið okkar við Klettinn.  Þegar ég hef kynnt mér aðeins sögu Vesturafaranna þá fer ég að skilja hve erfitt þetta hefur verið.  Þeir fóru frá Íslandi að sumu leiti vegna fólksfjölgunar í kring um 1900 en einnig vegna harðinda og fátæktar. Það var auðvitað freistandi að fara til þessa gróskumikla lands.  Það voru loforð um næga atvinnu og stór landsvæði til ræktunar.  En Íslendingar kunnu ekki til verka, þeir þurftu að læra að rækta korn, höggva tré til að geta ræktað, og byggja bjálkahús.  Á íslandi voru þeir vanir að hlaða húsin sín úr torfi og grjóti. 

Kanadíski og Íslenski fáninn

Hópurinn er kominn að Klettinum.  Hér var kveðið og haldnar ræður til minningar um þessa stóru stund þegar vestur íslendingar litu fyrst augum fyrirheitna landið.

Í október komu þeir að landi.  Í nóvember verður allt Winnepegvatn ísi lagt.  Þá þarf að veiða fiskinn í gegn um ís.  Þetta höfðu þeir aldrei reynt áður.

Arrival at Willow Point - "Komið til Víðiness" Arrival at Willow Point - "Komið til Víðiness"
Don Martin orti ljóð í tilefni þess að hundrað ár voru liðin frá komu fyrstu íslendinganna til Nýja Íslands. Ljóðið segir allt sem segja þarf um Vesturfarana þegar þeir komu til Nýja Íslands. Hér er upphafleg útgáfa ljóðsins eftir Don Martin ásamt íslenskri þýðingu Laufeyjar Magnúsdóttur.

 

Indíánar voru vesturförum einstaklega hjálplegir. Íslendingarnir lærðu af þeim að lifa í þessu nýja framandi landi.  Vetrarharkan er mikil í Kanada.  Frostið fer stundum niður í -40 gráður á Celsíus.   Það var hafður einn ofn í hverju húsi og þeir létu sér nægja að búa þröngt til að byrja með.  Voru tvær til þrjár fjölskyldur í hverju bjálkahúsi.

Myndskreyting á hafnarbakkanum í Gimli

Á höfninni í Gimli gefur að líta myndskreytingar sem segja sögu vesturfaranna.

Myndskreyting á hafnarbakkanum í Gimli

Til að byrja með bjuggu þeir í tjöldum.  En fljótlega byggðu þeir sér kofa fyrir veturinn.  Fyrstu nóttina fæddist fyrsti Íslendingurinn, Jón Jóhannsson.  Þessi drengur lifði harðindin af. Frá honum er kominn stór ættleggur.

Myndskreyting á hafnarbakkanu í Gimli

Síðar blönduðust Íslendingunum fólk frá Úkraínu og einnig Póllandi.  Þeir kunnu ágætlega til verka.  Þeir gátu bakað brauð í sérstökum útiofnum.

Myndskreyting eftir Don Martin

Á Íslendingadaginn er haldin hátíð ár hvert.  Þar er fjallkona, sem les upp ljóð og er allt gert eins þjóðlegt og Íslenskt hægt er.  Þessar myndskreytingar umkrngja sviðið og eru málaðar af Don Martin og eru þær úti undir berum himni.

Don Martin og Benna konan hans

Don Martin og Benna konan hans.

 

Leiði Pálma Lárussonar

Við fórum að leiði Pálma Lárussonar.  Hann var bróðir hans afa og fór vestur um haf með fjölskyldu sína.  Frá honum er kominn stór ættleggur sem er gaman að halda tengslum við.

Philips frænka, María og kvæðahópurinn

Phillis, María Indjáni, María, María Rún, Sigurbjörg, Dagný, Jón, Ómar, Álfheiður og Andri.

Álfheiður, María Rún og María

Okkur fannst eins og við hefðum þekkt þetta fólk lengi. Það voru svo einkennileg tengsl á milli okkar.  Þessi kona er indíáni og heitir María.  Það er ekki bara það að mér finnst ég hafa þekkt hana, heldur erum við mæðgurnar, við María líkar henni.

Andri, Ómar, Dagný og María Rún

"Ættartré"  Dagný, María, Ómar og Andri.

Húsið hans Pálma Lárussonar

Það fór um mann undarlegur straumur að fara inn í húsið hans Pálma bróður hans afa.  Hann byggði þetta hús og í dag býr Lorraine þar.  Hún er þremenningur við okkur systkynin.

Bobby, Sbba, Kenny og Lorrene

Bobby, Sibba, Darryl og Lorraine móðir þeirra bræðra.
 

Nonni og Skip frændi

Jón og John eða Skip, eins og hann er kallaður.  Hann er einnig sonur Lorraine.  Okkur finnst hann ótrúlega líkur Bólu-Hjálmari frænda okkar. 
 

Sjómaður á Winnipegvatni

Hittum þennan vaska sjómann á veiðum á Winnipegvatni.  Eins og þeir forfeður okkar gerðu hér áður fyrr.  Á haustin er mjög hráslagalegt, þá er rakt og kalt að veiða. Á veturna veiða þeir í gegn um ís. Fiskurinn sem þeir veiða í vatninu er allt öðruvísi en hér heima.  Við smökkuðum á golden ey.  Þetta er fiskur sem er reyktur og borðaður kaldur. 

Alla þessa nýju siði þurftu vesturfararnir að leggja á sig að læra.  Oft var erfitt en þeir voru of stoltir til að snúa aftur heim.  Bólan herjaði á þeim og tók líf margra.  Seinna kom flugufaraldur sem eyðilagði uppskeruna þeirra.  Það var hungur og fátækt, sumir áttu lítið annað eftir en stoltið.  Hingað voru þeir komnir og að fara heim aftur, með skottið á milli fótanna eins og barinn rakki var ekki í þeirra anda.  

 

Gengið í skógarrjóðri á Heklu

Þau mæðginin Skip og Lorraine buðu okkur í bíltúr til Heklu eyju.  Þar var margt að sjá.  Mamma fór allt með okkur.  Ef leiðirnar voru langar og erfiðar, þá ferðaðist hún um í hjólastól.

 

Skemmtilegt draugahús á eynni Heklu

Við vorum ægilega hrifin af "Draugahúsunum" á Heklu sem var leyft að standa þangað til þau detta eins og af sjálfu sér.


 

Skip að leita eftir bjór

Skip að athuga hvort við sjáum bjór í sefinu.  Hann reyndi að kalla á Moose fyrir okkur.  Það eru elgir, þeir eru mjög varir um sig og heyra afskaplega vel.  Við heyrðum aðeins í þeim en sáum þá ekki.

Bjór

Grétar Axelsson rakst seinna á þennan bjór og sendi okkur mynd af honum.

Dádýr við aðalgötuna við Minnisóta

Dádýrin koma oft ótrúlega nálægt veginum.  Við vorum svo heppin að sjá þessi fallegu dýr rétt við aðalveginn.

Nonni með skúnk

Rákumst á nokkra illa þefjandi skúnka á veginum.  Lyktin er svo sterk að hún finnst þó að allir gluggar séu lokaðir og bara ekið framhjá skunkinum, ekki einu sinni stoppað hjá honum.  En í þetta skiptið freistuðumst við til að stoppa og Nonni gat ekki stillt sig um að taka hann upp.

Kveðið í Betel

Kváðum í Betel, sem er öldrunarheimili í Gimli.  Þar dvaldist Pálmi Lárusson afabróðir minn  síðustu æviárin.

María´s Legacy á galakvöldinu.

Bræðurnir Ómar Smári og Andri Geir Jónssynir að flytja krummavísur

María Rún og Dagný á galakvöldverðinum

Á galakvöldinu, María Rún og Dagný.

 

Einar útskurðarmeistari og María

Fórum að heimsækja Einar og konuna hans Rósalind.  Hann er snillingur í útskurði fugla.  Mamma klippti út fyrir hann rjúpur úr pappír.  Hann horfði á með lotningu.  Þarna eru tveir listamenn sem kunna að meta hvort annað. 

útskornar akurhænur eftir Einar

Akurhænur eru dæmi um fagurt handverk Einars.

Kýr á sveitabýli rétt við Gimli

Gétar fór með okkur á þetta myndar sveitabýli.  Allt svo hreint og fallegt.

Nöfnur: Sibba systir og sibba kálfur

Sibba systir fékk að skíra þessa sætu hvígu.  Að sjálfsögðu var hún nefnd Sibba.

Mamma mín, María, Tammi og Grétar

Tammy Axelsson konsúll í Kanada var aðalhvatamaður að þessari ferð.  Færum við henni og manni hennar Grétari Axelssyni hugheilar þakkir fyrir þeirra framtak og hjálpsemi á allan handa máta meðan við dvöldum úti.  Vonum við að geta endurgoldið vináttu og gestristni allra þeirra sem við hittum og kynntumst í ferðinni.

Þá er komið að því að kveðja, það er alltaf erfitt eftir svona frábæra ferð.  En það er staðreynd að við "stækkuðum" öll við heimsóknina.  Þá meina ég að við erum svo rík að eiga allt þetta góða fólk að.

Mamma gaf Tammy og Grétari mynd fyrir alla hjálpsemina.  Takk fyrir mig og mína.  Þetta var í einu orði sagt eitt stórt ævintýri.

 

Álfheiður Ólafsdóttir