Listamenn:

Anna Sigríður Sigurjónsdóttir
Arnór G. Bieltvedt
Ágúst Bjarnason
Álfheiður Ólafsdóttir
Árni Rúnar Sverrisson
Berglind Svavarsdóttir
Bergur Thorberg
Charlotta S. Sverrisdóttir
Don Martin
Elín G Jóhannsdóttir
Gunnar S Magnússon
Helga A. Ingimundardóttir
Helga - List Sálar
Helga Sigurðardóttir

Hrafnhildur Inga Sigurðardóttir
Jóhann G. Jóhannsson
Kristín Pálmadóttir
María Jónsdóttir
Matthildur Skúladóttir
Patricia Guttormsson Peacock
Senin Arenz
Sigríður Júlía Bjarnadóttir
Sigurður Örlygsson
Svandís Egilsdóttir

 


Art Iceland Newsletter

Tölvupóstfang
Fornafn

og gerast

Engar áhyggjur -- tölvupóstfangið er algerlega tryggt.
Við heitum því að nota það eingöngu til að senda þér fréttabréfið:
Listafréttir.

 

Styrktu Barnaheill - Save the Children

Íslenski list - ljós og lifandi

Vefhönnun:
Vefsala.com










Risessan og risinn faðir hennar

 



 

Einu sinni var stúlka sem ólst upp með föður sínum, hún var góðhjörtuð og velviljuð, en faðir hennar var rustamenni.  Þótt að stúlkan væri ung að árum fannst henni að hún þyrfti að bera ábyrgð á föður sínum.

Stúlkan var kölluð Risessa, vegna stærðar sinnar og göfuglyndis.  Þau feðginin ferðast um víða veröld ásamt þjónum sínum. 

Íslendingar voru svo lánsamir að þau komu í heimsókn til okkar á vormánuðum 2007.

 


 

Þau feðginin fóru geyst og faðir Risessunnar var ekki í sínu besta skapi.  Hann vaknaði mjög úrillur eftir ferðalagið og réðist á bíla og strætisvagna ef honum fannst þeir vera eitthvað fyrir sér.

 


 

Aumingja Risessan reyndi að stoppa föður sinn en hún hafði ekki stjórn á honum.  Hann henti stóru blómakeri í rauða bílinn hér fyrir ofan og farþegarnir sluppu með naumindum.

 


 

Eftir hádegisverðinn tók risinn borðhnífinn og skar í sundur strætisvagn sem beið eftir farþegum við skýlið fyrir framan Menntaskólann í Reykjavík.

 

.

 

Hér sést betur hvernig karlinn strætó var skorinn í tvennt.

 


 

Risinn fór í spjótkast með stuðlabergsbjörgum.  Bjargið lenti á bíl sem valt margar veltur og grjótið stakkst í gegn um blílinn.

 


 

Þessi bíll var "negldur" niður.

 


 

Risessan gat ekki stöðvað föður sinn sem geystist um allt í bræðiskasti.

 


 

Að lokum varð Risessan svo uppgefin að hún lagði sig fyrir utan Hallgrímskirkju.
 



 

Á Skólavörðustíg beið fjöldi manns eftir að Risessan vaknaði.

 


 

Morgunin eftir komu þjónarnir hennar og klæddu hana.  Þeir óku henni á vagni niður Skólavörðustíg.  Til þess að gatan væri nógu slétt fyrir Risessuna, þá sópuðu þeir hverja einustu völu af gangstéttinni.  Því að hún finnur fyrir hverri smávölu sem verður á vegi hennar og kvartar sáran.  En þjónunum finnst vænt um Risessuna sína og gera allt til þess að hún sé ánægð.

 

 

Fólk fylgdist með ferðum hennar frá húsþökum, gluggum, götunni og ofan af svölum þar sem þær voru fyrir hendi.
 


 

Hér sést hve erfitt er að hjálpa Risessunni að koma sér áfram tveir sterkir karlmenn sem sveifla sér til skiptis í böndunum og stökkva fram til þess að hreyfa fæturna.

 

 

Faðir Risessunnar var illúðlegur og æstur, eftir berserksganginn fór hann að Háskólanum og steinsofnaði.  Morguninn eftir vaknaði hann við þær fréttir að dóttir hans leitaði hans um alla Reykjavík.  Hann fékk pínulítið samviskubit og ákvað að hitta hana í miðbænum.  Hann var orðin mun prúðari eftir hvíldina og skipaði fylgdarmönnum sínum að keyra sig á fund dóttur sinnar.


 


 

Á leiðinni gat risinn ekki styllt sig um að skera einn bíl í viðbót í sundur.

 


 

Að lokum stakk risinn kjötgafflinum sínum á bólakaf í nærstaddan bíl.

 


 

Heil hljómsveit fylgdi risanum til að reyna að róa hann niður.

 


 

Feðginin voru glöð að sjá hvort annað, en ævintýrið endaði með því að Risessan fór um borð í bát þar var skotið upp flugeldum henni til heiðurs vegna þess að hún losaði Íslendinga við grimman risann.
 

 


 

Að lokum varð Risinn gerður höfðinu styttri, hausnum hent á haf út og sprengt í loft upp.
 



 

Kveðjum við Risessuna og föður hennar með söknuði, þetta var stórkostleg heimsókn og mikil saga.

 


Álfheiður Ólafsdóttir